miðvikudagur, 4. mars 2009

Gagnabjörgun og gagnahýsing

Ég veit reyndar ekkert um verðið hjá þessum, en fannst samt rétt að láta þær uppi ef einhver skyldi þurfa á gagnabjörgun að halda...

Hringiðan: „Viðgerðir á hörðum diskum. Hringiðan tekur að sér að yfirfara harða diska og bjarga gögnum af diskum sem hafa gefið sig. Kostnaði er haldið í lágmarki og til marks um það tökum við ekkert gjald ef ekki er hægt að bjarga gögnunum né heldur tímagjald fyrir sjálfvirkan búnað.“

Nokkur heilræði frá Hringiðunni:
* Afritaðu mikilvæg gögn reglulega og skipulega.
* Ekki geyma afrit á sama miðli og frumgögn, það er t.d. á sama harða diski.
* Ef þú ert ekki fullkomlega viss um hvað er best að gera, hafðu þá samband, það kostar ekkert.
* EKKI reyna lagfæringar með tækjum og tólum sem fylgja Microsoft Windows ®


Tölvutek getur framkvæmt tilraun til gagnabjörgunar á aðeins kr. 2.990. m.vsk. fyrir hverja hafna klukkustund.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli