fimmtudagur, 15. apríl 2010

Síðast uppfært...

15. apríl 2010: Uppl. um myndabankann Nordic Photos bætt inn við.
27. maí 2009: Open Source as Alternative bætt inn í „Open source - opinn hugbúnaður“
19. maí 2009: Hringiðunni bætt inn í Gagnabjörgun og gagnahýsing.
Upplýsingar um skráningu léna, og árgjald 123.is og ISNIC uppfærðar (Vefmál - vefir)
11. maí 2009: Joomla bætt inn (Vefmál - vefir)

Merkingar á föt og fleira

Rögn - þessir klassísku nafnaborðar/taumiðar; hægt er að fá miðana í nokkrum litum, nokkrar stafagerðir + og marga liti á stafi. Eina vandamálið er að vefsíðan þeirra er stundum ferlega leiðinleg, en fyrir utan það er ekkert nema gott um fyrirtækið að segja. Miðana má m.a. nota til að merkja sér föt, eða til að merkja eigin hönnun / vörumerki. Í boði eru einhverjar litlar myndir, en ekki hægt að fá eigin mynd áprentaða (svo ég viti til).

Markmaster - slitsterkir lím- og taumiðar (straumiðar). Straumiðana ku vera hægt að nota á allskyns fatnað (líka lopapeysur - segir viðskiptavinur) og eiga að þola vel þvott. Límmiðana má m.a. nota til að merkja nestisbox og eiga að þola þvott (væntanlega í uppþvottavél).
Fyrirtækið býður upp á prentun miða með merki (lógói) viðskiptavinar, en þó er ekki hægt að prenta ljósmyndir.

Hef ekki prófað Markmaster sjálf, en hef heyrt vel af þeim látið.

þriðjudagur, 19. maí 2009

Myndabankar / Stock Photos

Það er misjafnt hvað myndabankar rukka fyrir notkun af myndum sínum; yfirleitt fer það eftir tilgangi birtingar, upplagi, birtingarmynd, stærð og fleiru tengdu. Ef verðlisti er ekki gefinn upp er væntanlega best að senda bara tölvupóst til viðkomandi og spyrja út í málið. Viðkomandi vill þá að öllum líkindum fá upplýsingar um hvernig nota eigi myndina og hversu stór hún þurfi að vera.

Arctic Images - Ragnar Th. Sigursson. Maður þarf að skrá sig inn (sem notanda) til að skoða myndirnar (Image Search). Það sem Arctic Images hafa fram yfir marga erlenda myndabanka er að myndirnar þar eru mun tengdari íslensku samfélagi; þ.e. það er íslenskt fólk, íslensk birta/lýsing og íslenskt umhverfi á þeim myndum.

FreeStockPhotos - Free Photography for Personal or Commercial Use (samt með einhverjum skilmálum, og nafn FreeStockPhotos þarf að sjást á þeim myndum).

Stock Photo - The Web Stock House

Nordic Photos - Myndabanki sem sérhæfir sig í myndum frá Norðurlöndunum.

föstudagur, 15. maí 2009

Vefumferð

Google Analytics býður upp á kóða sem hægt er að líma inn á þær síður sem maður vill fylgjast með. Hvað hangir á spýtunni? Jú, þú gætir viljað „kaupa leitarorð“ hjá Google eða auglýsa í leitarvélinni þeirra (niðurstöðum), skv. því sem mér skildist af kynningarmyndbandinu. Þjónustan er annars ókeypis, og maður þarf að hafa/stofna Gmail-reikning.

miðvikudagur, 4. mars 2009

Ókeypis/opinn hugbúnaður - Open source

OSALT - Open Source as Alternative: „Find open source software alternatives to well-known commercial software“

OpenOffice: www.openoffice.org Ritvinnsla, excel, o.fl.

GIMP www.gimp.org Myndvinnsluforrit

Scribus www.scribus.net Umbrotsforrit

Gagnabjörgun og gagnahýsing

Ég veit reyndar ekkert um verðið hjá þessum, en fannst samt rétt að láta þær uppi ef einhver skyldi þurfa á gagnabjörgun að halda...

Hringiðan: „Viðgerðir á hörðum diskum. Hringiðan tekur að sér að yfirfara harða diska og bjarga gögnum af diskum sem hafa gefið sig. Kostnaði er haldið í lágmarki og til marks um það tökum við ekkert gjald ef ekki er hægt að bjarga gögnunum né heldur tímagjald fyrir sjálfvirkan búnað.“

Nokkur heilræði frá Hringiðunni:
* Afritaðu mikilvæg gögn reglulega og skipulega.
* Ekki geyma afrit á sama miðli og frumgögn, það er t.d. á sama harða diski.
* Ef þú ert ekki fullkomlega viss um hvað er best að gera, hafðu þá samband, það kostar ekkert.
* EKKI reyna lagfæringar með tækjum og tólum sem fylgja Microsoft Windows ®


Tölvutek getur framkvæmt tilraun til gagnabjörgunar á aðeins kr. 2.990. m.vsk. fyrir hverja hafna klukkustund.

Vefmál - vefir

123.is Upprunalega hannað fyrir blogg, en margir eru farnir að nýta sér kerfið fyrir lítinn rekstur eða vefi samtaka.
Tilbúin „templates“ sem hægt er að breyta (aðgengi að html-kóðanum), býður upp á svör við fyrirspurnum, myndaalbúm o.fl.
Hægt að læsa síðunum með lykilorði.

Árgjald 123.is er 3.990 kr., fyrir eigið lén (með .is - endingu) bætast við 3.000 kr. á ári. Við þá upphæð bætast svo 7.918 kr. í árgjald hjá ISNIC (aukagjald vegna skráningar hefur verið fellt niður).
Semsagt;
http://þínslóð.123.is = 3.990 kr. á ári,
www.þínslóð.is = 14.908 kr. á ári, ef síðan er vistuð hjá 123.is.

ISNIC: fyrir skráningu léna með .is endingu. Svo þarf að hýsa síðuna einhversstaðar. Hringiðan er meðal þeirra sem bjóða upp á hýsingu hér á landi.

Dreamhost www.dreamhost.com Ódýr lénskráning og vistun, en líkl. þarf maður að setja síðuna meira eða minna upp sjálfur.

Joomla http://www.joomla.org/about-joomla.html Uppsetning og annað fyrir vefsíður.


Vírusvarnir:
http://free.grisoft.com/doc/1 (ókeypis)

http://housecall.trendmicro.com (ókeypis skönnun í gegnum netið) Trend Micro's FREE online virus scanner

Trend Micro™ HouseCall is an application for checking whether your computer has been infected by viruses, spyware, or other malware. HouseCall performs additional security checks to identify and fix vulnerabilities to prevent reinfection.