þriðjudagur, 19. maí 2009

Myndabankar / Stock Photos

Það er misjafnt hvað myndabankar rukka fyrir notkun af myndum sínum; yfirleitt fer það eftir tilgangi birtingar, upplagi, birtingarmynd, stærð og fleiru tengdu. Ef verðlisti er ekki gefinn upp er væntanlega best að senda bara tölvupóst til viðkomandi og spyrja út í málið. Viðkomandi vill þá að öllum líkindum fá upplýsingar um hvernig nota eigi myndina og hversu stór hún þurfi að vera.

Arctic Images - Ragnar Th. Sigursson. Maður þarf að skrá sig inn (sem notanda) til að skoða myndirnar (Image Search). Það sem Arctic Images hafa fram yfir marga erlenda myndabanka er að myndirnar þar eru mun tengdari íslensku samfélagi; þ.e. það er íslenskt fólk, íslensk birta/lýsing og íslenskt umhverfi á þeim myndum.

FreeStockPhotos - Free Photography for Personal or Commercial Use (samt með einhverjum skilmálum, og nafn FreeStockPhotos þarf að sjást á þeim myndum).

Stock Photo - The Web Stock House

Nordic Photos - Myndabanki sem sérhæfir sig í myndum frá Norðurlöndunum.

föstudagur, 15. maí 2009

Vefumferð

Google Analytics býður upp á kóða sem hægt er að líma inn á þær síður sem maður vill fylgjast með. Hvað hangir á spýtunni? Jú, þú gætir viljað „kaupa leitarorð“ hjá Google eða auglýsa í leitarvélinni þeirra (niðurstöðum), skv. því sem mér skildist af kynningarmyndbandinu. Þjónustan er annars ókeypis, og maður þarf að hafa/stofna Gmail-reikning.