fimmtudagur, 15. apríl 2010

Merkingar á föt og fleira

Rögn - þessir klassísku nafnaborðar/taumiðar; hægt er að fá miðana í nokkrum litum, nokkrar stafagerðir + og marga liti á stafi. Eina vandamálið er að vefsíðan þeirra er stundum ferlega leiðinleg, en fyrir utan það er ekkert nema gott um fyrirtækið að segja. Miðana má m.a. nota til að merkja sér föt, eða til að merkja eigin hönnun / vörumerki. Í boði eru einhverjar litlar myndir, en ekki hægt að fá eigin mynd áprentaða (svo ég viti til).

Markmaster - slitsterkir lím- og taumiðar (straumiðar). Straumiðana ku vera hægt að nota á allskyns fatnað (líka lopapeysur - segir viðskiptavinur) og eiga að þola vel þvott. Límmiðana má m.a. nota til að merkja nestisbox og eiga að þola þvott (væntanlega í uppþvottavél).
Fyrirtækið býður upp á prentun miða með merki (lógói) viðskiptavinar, en þó er ekki hægt að prenta ljósmyndir.

Hef ekki prófað Markmaster sjálf, en hef heyrt vel af þeim látið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli